Frá því að fyrsta útgáfan af Autocad leysti teikniborðin af hólmi árið 1982, hefur þróun hönnunarforrita verið hröð. Núna hafa þrívið, gagnagrunnstengd hönnunarforrit tekið við af gamla Autocad og ný hugmyndafræði ryður sér til rúms. Hönnun er ekki lengur bara línur á blaði og texti heldur hefur hún form og yfirborð, ásamt því að hver eining hefur skilgreint efni.
BIM teiknimódel safna í gagnagrunn upplýsingum um einingar sem settar eru í módelið. Hverri einingu getur fylgt eðlisþyngd, rúmtak, verð og margt fleira. Þetta gefur endalausa möguleika á að kalla fram töflur og magntölur um bygginguna. Þar sem gerð og eiginleiki hlutana er skilgreindur er líka hætt að greina þætti eins og varmaleiðni og álag á burðarvirki. Þegar BIM módel er sett upp er það staðsett í veröldinni og því snúið rétt við áttum. Þannig er hægt að greina td. orkuþörf og vindálag, jafnframt því að skoða sól og skugga við bygginguna.
Þegar ég var beðin um að spá í hvort viðbygging sem ég teiknaði við einbýlishús mundi skyggja á sólpallinn hjá nágrannanum. Ég setti hús nágrannans og skjólvegginn hans upp á einfaldan hátt í módelinu af húsinu sem ég var að vinna með og bjó til þetta sólar myndbandið hér að neðan.