Teikniaðstoð

Undirritaður bíður alhliða teikniaðstoð yfir netið, eða þar sem hennar er þörf. Einnig tek ég að mér uppmælingu á mannvirkjum.

Þjónustan er ætluð hönnuðum og fyrirtækjum og fellst í gerð raunteikninga, upplýsingalíkana og kynningargagna, ásamt almennri tækniteiknun.

Boðin er teiknivinna fyrir alla hönnun með hönnunarforritunum Revit, Autocad og Microstation, auk mynd- og textavinnslu. Einnig aðstoð með hönnunarforrit og vinnuumhverfi þeirra.

Markmiðið er að veita faglega og góða þjónustu á umsömdum tíma, gegn fyrirfram ákveðnu gjaldi.

Þegar verkefni eru unnin með forsniðum frá hönnuði legg ég áherslu á að fylgja hans vinnubrögðum og útliti á hönnunargögnum. Ef slíkt er ekki til staðar bíð ég upp á að leggja til forsnið, blokkir, fjölskyldur og teikningahausa úr mínum stöfnum.

Að baki þessu þjónustuboði liggur 13 ára reynsla af vinnu á verkfræðistofu þar sem ég fékkst við að teikna alla hönnun nema rafmagn, auk þess að vinna með GPS mælingar, hnitsettar loftmyndir og kortagrunna sveitarfélaga. Þá hef ég einnig mikla reynslu af byggingaframkvæmdum og innréttingasmíði sem húsasmiður.

Ég hef það sem til þarf af  tækjum, hugbúnaði og leyfum.

 

Eigum við samleið ?

 

Þorvaldur E Þorvaldsson
Húsasmíðam. – Tækniteiknari
Birkihlíð 39 550 Sauðárkróki
Aðstaða í Reykjavík Skipholt 53
Sími 4535476 GSM 8636035
thorvaldur@tnet.is