Undirritaður er húsasmiður að mennt og starfandi tækniteiknari. Vann hjá trésmiðjunni Borg á Sauðárkróki í 18 ár, aðalega við innréttingasmíði á verkstæði og uppsetningu innréttinga á markaðssvæði í Reykjavík. Síðustu ár starfstímans á Borg vann ég þó sem flokksstjóri og verkstjóri við byggingaframkvæmdir. Ég hef réttingdi til að starfa sem Húsasmíðameistari og starfsleyfi byggingarstjóri, ásamt réttindum til að gera eignaskiptayfirlýsingar. Undir nafni Tnet ehf. hef ég komið upp samþykktu gæðastjórnunarkerfi.
Ég starfaði sem tækniteiknari hjá verkfræðistofunni STOÐ ehf. í 13 ár, frá 2004 til 2017. Síðustu ár hef ég einnig sinnt tjónaskoðun og tjónamati fyrir tryggingarfélag.
Ég hef sótt nokkurn fjölda námskeiða í Autocad, Revit, Microstation og Innventor. Meðal annars hjá Tækniskólanum, Ísgraf, Iðuni fræðslusetri og CAD ehf.
Er áskrifandi að AEC Collection hönnuarforritum Autodesk.
Þorvaldur E Þorvaldsson
Húsasmíðam. – Tækniteiknari
Birkihlíð 39 550 Sauðárkróki
Aðstaða í Reykjavík Skipholt 53
Sími 4535476 GSM 8636035
thorvaldur@tnet.is